• Íslenska

Svíþjóð & Ísland

Sænskar netverslanir

Facebook-síðan Sænskarnetverslanir safnar saman sænskum netfyrirtækjum sem selja og senda vörur sínar til Íslands.

Á Facebook-síðunni Sænskarnetverslanir getur þú tengst tugum sænskra verslanna sem selja heimsfræga hönnun, föt fyrir börn og fullorðna, snyrtivörur, hestavörur, skartgripi og margt, margt annað. Flestar selja vörur sínar án virðisaukaskatts til Íslands. Athugið þó að sum fyrirtæki birta ekki verð án virðisaukaskatts fyrr en í greiðsluferlinu. Önnur fyrirtæki veita þess í stað íslendingum 20% afslátt.

Vefurinn er í boði sænska sendiráðsins á Íslandi og er frí þjónusta fyrir kaupendur og seljendur. Upplýsingar sem birtast um seljenda á vefnum eru á ábyrgð hans og tekur sendiráðið ekki lagalega ábyrgð á að upplýsingar um seljendurna séu réttar. Notkun vefsins býr ekki til neina lagalega stöðu á milli sænska sendiráðsins og kaupenda/seljenda. Sendiráðið ber ekki lagalega ábyrgð á þeim samskiptum sem verða til með milligöngu vefsins eða á því tjóni sem kaupandi eða seljandi kunni að verða fyrir.

Evrópska neytendaaðstoðin ”Hávörður” er vefsíða sem hjálpar þér að forðast svikular og ótraustar vefverslanir með því að athuga hvort óhætt er að treysta tiltekinni vefverslun, finna traustar vefverslanir og fá góð ráð um netverslun og þekkja réttindi þín þegar þú verslar á Netinu í Evrópu. Evrópsku neytendaaðstoðin á Íslandi veitir ókeypis aðstoð fyrir neytendur vegna viðskipta í Evrópu.