• Íslenska

Svíþjóð & Ísland

Dýra- og skemmtigarðurinn Kolmården

Stærsti dýragarður Norðurlandanna, Kolmården, er einungis 140 km frá Stokkhólmi. Ef dýrin heilla ekki alla í fjölskyldunni er líka að finna þar einn magnaðasta trérússíbana í heimi, heimkynni Bamse ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum viðburðum fyrir fjölskylduna. Í nágrenninu er einnig hægt að kíkja í laxveiði!

Nálægt Norrköping er að finna Kolmården sem er stærsti dýragarður Norðurlandanna. Garðurinn er svo stór að mælt er með að taka tvo daga frá fyrir heimsóknina! Í Kolmården er einnig að finna skemmtigarð. Boðið er upp á pakka með fjölbreyttum gistimöguleikum, m.a. á herragarði!

Fiskveiði nálægt Kolmården Laxveiði er talin mjög góð og ódýr í Svíþjóð eins og sjá má hér í grein á Abels fiskeblogg. Til að fá nánari upplýsingar um veiðistaði víðsvegar í Svíþjóð og bókanir er hægt að fara á Laxfiske.nu.

Sem dæmi má nefna að hægt er að fá pakka hjá Ljuskön Cabins. Innifalið í pakkanum hjá þeim er gisting í veiðikofa fyrir þrjár nætur, þrír bátar og veiðileyfi á 2.800 SEK fyrir manninn m.v. sex manns. Ljuskön er 25 kílómetra frá Kolmården í St. Anna skerjagarðinum. Athugið að verðið er sótt af heimasíðu Ljuskön Cabins í maí 2016 og geta breyst. Sendiráð Svíþjóðar tekur enga ábyrgð á verðbreytingum.

Heimur Astridar Lindgren

Í ca. 2 tíma fjarlægð frá Kolmården er Heimur Astridar Lindgren í Vimmerby.