• Íslenska

Svíþjóð & Ísland

Tvöfalt ríkisfang

Meginstefna stjórnvalda um sænskan ríkisborgarrétt hefur verið að sneiða hjá tvöfaldu ríkisfangi. Svíþjóð hefur þó horfið frá þessari stefnu við samþykkt laga árið 2001.

Sænskur ríkisborgari sem er með ríkisfang í öðru landi getur því haldið sænsku ríkisfangi sínu svo fremi sem viðkomandi land krefjist þess ekki að hann afsali sér réttinum. Að sama skapi getur sá sem verður sænskur ríkisborgari haldið erlendu ríkisfangi sínu ef lögin í viðkomandi landi leyfa.

Spurningum um íslenskar reglugerðir og hvernig þessum málum er háttað á Íslandi er vísað til dómsmálarráðuneytisins eða til Sendiráðs Íslands í Stokkhólmi  
(+46 8 442 83 00, icemb.stock@utn.stjr.is).

Ný lög um ríkisfang

Þann 1. júlí 2001 gengu í gildi ný lög um sænskt ríkisfang. Nýju lögin fela í sér margar stórar breytingar og hér að neðan er samantekt á nokkrum mikilvægustu breytingunum.

Sá sem misst hefur ríkisfang sitt fyrir 1. júlí 2001 fyrir þær sakir að hann hefur fengið nýtt ríkisfang getur nú endurheimt sænska ríkisfangið með því að senda inn tilkynningu fyrir 1. júlí 2003.

Ógiftur sænskur faðir getur eftir 1. júlí 2001 sótt um sænskt ríkisfang fyrir barn sitt sem fætt er erlendis af erlendri móður.

Sænskur ríkisborgari sem hefur hlotið annað ríkisfang missir ekki sænskt ríkisfang eftir 1. júlí 2002.

Athugið að sænskur ríkisborgari sem fæddur er erlendis og hefur aldrei verið búsettur eða dvalist sem Svíi í Svíþjóð mun áfram missa sænskt ríkisfang sjálfkrafa við 22 ára aldur.

Umsókn um að fá að halda sænsku ríkisfangi skal berast eftir 18 ára aldur og áður en umsækjandi nær 22 ára aldri.